top of page
Kynning á Ifex Impulse

Kynningarmyndband.

 

Impulse (Höggtækni) er fljótleg árangursrík slökkvi –aðferðIFEX® höggslökkvitækni (Impulse) aðferðin hefur verið róttæk bylting í heimi slökkvistarfs á síðustu árum. Aðalvirknin er auðskýrð: Slökkviefninu er skotið á miklum hraða beint að upptökum eldsins. Hraði skotsins er 420 km/klst með 25 bara loftþrýstings úr þrýstihólfi. Slökkviefnið er oftast einfaldlega bara vatn.Einnig gert fyrir kvoðu.Frá þessari mjög svo árangursríku snertingu við vatn kemur fram einn af helstu kostum höggslökkvitækninnar (Impulse) Kerfisbúnaðurinn virkar án tillits til stöðugra vatnsbirgða og í fyrsta skotinu þarf eingöngu lítið magn af vatni beint að upptökum eldsins, af þessu leiðir mikill hreyfanleiki í notkun. Höggslökkvitækniaðferðin getur notast við helstu slökkviefni, alls konar duftefni og íblöndunarefni, saltvatn og jafnvel sérstök slökkviefni til þess að slökkva málmelda eins og þurran sand eða sement. En fyrst og fremst er notast við vatn og loft, sparneytnustu slökkviefnin í heiminum.IFEX® aðferðin hefur reynst framúrskarandi fyrir hjólbarðabruna. Sérstaklega gúmmíbruna þegar aðrar aðferðir hafa verið algjörlega gagnslausar. Með IFEX® höggslökkvitækniaðferðinni fer hreyfiorkan djúpt inn í upptök eldsins og dregur alla orku úr eldinum.Áhrifamesta skotmarkið er á milli 1 og 10 metra.Heildar skot svið er 16 metrar.

 

Kynning á Ifex Impulse